Vinnufatnaður.

Vinnufatnaður er oftar en ekki partur af ímynd fyrirtækja, hreinlega einkenni sumra og að sjálfsögðu til hlífðar í mörgum tilfellum.  Mér persónulega finnst frábært að  hafa vinnufatnað.  Ég var fyrir mörgum árum í rauðum jakkafötum og hægt var að fá dragsíða frakka við ef maður vildi - auðvitað hárauða.  Þetta voru sem sagt Landsbankaföt þess tíma.  Þetta þótti manni verulega flott,  þó að  flestum þyki þetta óhugsandi litur í dag.  Í dag er ég í frekar dökku og aðhyllist frekar dökkan lit fyrir vinnufatnað í mínum geira almennt.  Finnst það snyrtilegt og fínt. 

Ég hef verið að sjá breytingu á lögreglufatnaði.  Ég samgleðst lögreglumönnum  og þeim sem eru á strauboltanum á þeirra heimilum.  Buxnapressingar og skyrtustrauingar að mestu úr sögunni Smile.  Núna virðast vinnuföt lögreglumanna snúast meira um þægilegheit og hagkvæmni.  Svartir stuttermabolir, svartar skyrtur og bara allt annað efni í buxum og jökkum.  Mér fannst reyndar þessi köflótti borði á húfum og utanyfir flíkum minna fullmikið á bresku lögguna en þetta venst ótrúlega.  Þeir hafa amk tvennskonar húfur - derhúfu sem er þokkalega löguð svo þess venjulegu kaskeitishúfu sýnist mér.  Ég hafði oft samúð með strákagreyjunum yfir að vera í þessum ljósbláu skyrtum á sumrin í steikjandi hita.  Máttu ekki svitna smá án þess að það æpti alveg bletturinn.  Já heljarinnar vatnsfoss runninn til sjávar síðan löggujakkinn hans pabba var og hét, með leðurbeltinu sem haldið var uppi með fíngerðum krókum á hliðum og baki og þrif á hvítri kollu voru iðkuð af og til.  Í töluboxinu hennar mömmu voru svo varatölur, þessar gylltu með hendinni.  Í dag er það bara franskur rennilás sem gildir.  En þetta er ótrúleg breyting á dagligdags vinnufatnaði lögregluliðsins okkar og hlýtur að vekja almenna ánægju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta mátti breytast með löggufatnaðinn. Man þegar minn maður var í löggunni og maður stóð sveittur við strauborðið að strauja og pressa. Ekki voru fatahreinsanir hér og þurfti að senda allt til R-víkur. Man einu sinni að minn fór út í nýhreinsuðum fötum og lenti á eftir einhverjum í höfnina, þá var bara að skella buxunum í þvottavélin og svo pressa.

Guðný (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 08:49

2 Smámynd: Anna

Já þetta þekkjum við Guðný - langt löggubúningastraujunartímabil hjá okkur

Anna, 29.3.2008 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.