Þægilegt og gott eftir páskana.

Nú þegar páskahátíðin er að baki með súkkulaðiáti og líklegast veislumat af öllu tagi þá er gráupplagt að lenda og fá sér eitthvað "venjulegt" eins og krakkarnir mundu segja.  Fyrir mörgum árum fékk ég þessa uppskrift eða hugmynd öllu heldur að góðum fljótlegum plokkfiski frá vinnufélaga.  Krakkar á öllum aldri Smileelska þennan mat  og hér kemur "Spariplokkfiskur Buddu":

Soðinn fiskur og kartöflur brytjað saman(gott að nota afganga)en til að styðjast nú við eitthvað hægt að nefna eitt  lítið ýsuflak og 4 meðalstórar  kartöflur.  Sósa bökuð upp og karrí bætt í.  Aðeins kælt.  2 egg pískuð vel samanvið og kartöflum og fiski svo blandað útí.   Þetta á að verða frekar þykkur jafningur.  Allt sett í eldfast mót og bakað í ofni  við ca 170 °C í 1 klst. eða þar til farið að brúnast örlítið.  Með þessu er svo gott að hafa brauð/grænmeti/hrísgrjón.  Fínt að hafa Garlic season all og smjör með á heitan fiskinn.

Hlutföllin eru ekkert alveg niðurnjörfuð og best að nota bara tilfinninguna  SmileEinfalt og þægilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já þessi réttur er magnaður og ótrúlega góður

Þórunn (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 22:43

2 identicon

Sammála Þórunni. Virkilega gott.

Ruth (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.