Bútasaumsklúbburinn Spólurnar

Í atvinnuhúsnæði einu hér í bæ hittast konur einu sinni í viku yfir vetrartímann og sauma bútasaum af miklum móð og sömuleiðis er saumað einn laugardag í mánuði.  Reyndar geta allir komið með sína handavinnu þangað hver svo sem hún er.  Þetta er öflugur klúbbur sem hefur m.a staðið fyrir námskeiðum.  Í tenglasafninu hér til vinstri má sjá tengil á bloggsíðu klúbbsins og þar eru  fjölmargar myndir af konum í klúbbnum og eins glæsilegri handavinnu sem eftir þær liggur.  Þessi klúbbur heitir Spólurnar og eru félagskonur reyndar  úr nágrannabyggðum líka.  Spólurnar hafa verið með sýningu á verkum sínum og farið í saumaferðir eins og tíðkast að gera í bútasaumsgeiranum, sömuleiðis í ferðir erlendis v/þessa.  Flott framtak hjá þeim að sameinast svona um áhugamálið Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband