Stórskemmtileg uppátæki kærleikshópsins á Patró.

Það var gaman að koma í vinnuna í morgun.  Við dyrnar beið okkar þessi fallega sending í kassa og gulur borði utan um hann. Á kassanum voru skilaboð sem sjást hér á hvíta miðanum:

Kæri viðtakandi.

Við félagar í F.f viljum biðja þig að taka innihaldið úr þessum kassa og setja það á afgreiðsluborðið hjá þér svo að þínir viðskiptavinir geti dregið sér gleðimiða frá F.f

Megi þú og þitt starfsfólk eiga gleðilega páska.

 Sendingin var svo þessi sæta páskaskreyting og á henni skilaboð um að grípa með sér lítinn gulan  miða með fallegum skilaboðum á- þeir voru svo festir niður í skreytinguna með hjartaprjóni.  Skilaboðin voru t.d "þú ert frábær ekki gleyma því" og fleira í þessum dúr.  Já þessi hópur hefur aldeilis glatt fólk hér í vetur með ýmsum uppátækjum.  Enn er leynd yfir hverjir þetta eru þó að einhverjir séu nú grunaðir.  Þetta fólk á þó hrós skilið, þetta er bara skemmtilegt !!!!!

Mynd 1Mynd 2Mynd 3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband