11. mars

Fjöldi Íslenskra skipa fórst á styrjaldarárunum1939-1945.  Fyrsti skipskađinn sem rekja má til átakanna varđ 10. mars áriđ 1940 ţegar Reykjaborg RE var skotin í kaf á leiđ til Englands . Ţrettán  menn fórust en tveir björguđust eftir ađ hafa hrakist á fleka í fjóra sólahringa.    Árinu seinna eđa 11. mars 1941  varđ línuveiđarinn Fróđi ÍS fyrir skotárás frá kafbáti suđur af Vestmannaeyjum.   Sama dag var línuveiđarinn Pétursey ÍS skotinn í kaf á leiđ til Englands.  Allir úr áhöfn skipsins fórust eđa tíu  manns.  Ţarna á međal var föđurafi minn Sigurđur Jónsson.  Fleiri skađar urđu á ţessu ári og árin á eftir.  Ţann 9. apríl 1945 fórst Fjölnir ÍS ,  af tíu manna áhöfn fórust fimm og ţar á međal Sigurđur Pétur föđurbróđir minn ađeins 27 ára ađ aldri. Ţessir skipsskađar voru ađ sjálfssögđu mikil blóđtaka, ţarna hurfu menn í blóma lífsins, margir frá konu og stórum barnahópi eins og var í tilfelli afa míns.

Ég fór ađ hugsa um daginn 11. mars.  Sá  úrklippu úr Morgunblađinu í dóti hjá mér, sem er grein um stríđsárin og samantekt um fjölda Íslenskra skipa sem fórust á ţessum árum.  Ţar er svo aftur vitnađ í bókina Virkiđ í norđri eftir Gunnar M. Magnúss ţar sem lesa má nánar um ţessi mál.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband