Pabbi
3.3.2008 | 14:40
Á þessum degi, 3. mars fyrir 74 árum fæddist hann pabbi. Ég get ekki hitt hann og glatt í tilefni dagsins, gleðst bara yfir sólargeislunum sem baða fjörðinn akkúrat í dag. Pabbi lést eftir erfið veikindi árið 2002, að mér fannst langt fyrir aldur fram. Hann var barngóður með afbrigðum og þau mamma samhent alla tíð í að gera vel við okkur afkomendur sína og hafa alltaf reynst sínu fólki afbragðs vel. Það breytist mikið þegar foreldri hverfur úr lífi manns, sama á hvaða aldri maður er. Ég finn verulega til með þeim einstaklingum sem missa foreldra sína á unga aldri, að ég tali nú ekki um þá sem fá ekki að njóta neinna samvista við þá. En svona er víst gangur lífsins. Maður þakkar auðvitað bara fyrir þann tíma sem maður fær með sínu fólki. Á þessum degi fyrir 46 árum giftu foreldrar mínir sig - ákveðin í að gifta sig og drifu í því svona rétt áður en frumburðurinn leit dagsins ljós þetta er því merkisdagur í margvíslegu tilliti.
Pabbi var ljóðaunnandi, - las ljóð og dundaði við að skrifa sér til gamans af og til - bæði kveðskap og minningarbrot. Þetta gerði hann þó bara fyrir sig. Það er við hæfi í dag að birta ljóð sem ég valdi af handahófi og er eftir Davíð Stefánsson, skáld sem við pabbi kunnum bæði vel að meta.
Nú skil ég stráin. Nú skil ég stráin, sem fönnin felur |
|
|
|
Athugasemdir
Fallegt hjá þér mamma mín:)
Þórunn Sigurbjörg (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 22:58
Fallegt og vel við hæfi eins og þú segir svo oft.
Með kveðju Elsie
Elsie (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.