Framandi og fallegt.

Ekki getur maður sofið út en á sunnudagsmorgni slakar maður á engu að síður.  Núna er það fréttarúntur á netmiðlum, bloggrúnturinn og horfi svo með öðru auganu á þátt á BBC prime þar sem Michael Palin sýnir okkur á fróðlegan hátt myndir af lífinu  í Tíbet.   Landslagið er frekar hrjóstrugt  en litadýrðin er með ólíkindum í klæðnaði fólks og bænaflöggum sem hanga á löngum böndum og virka eins og hvert annað rusl en þau hafa sinn tilgang.  Ég elska svona þætti alveg.  Yfirmaður minn Jensína Unnur hefur farið til Tíbet. Á  einum af mánaðarlegum fundum okkar í Kvenfélaginu fengum við hana til að segja okkur frá heimsókn sinni þangað. Hún kom með gripi og myndir frá Tíbet og sagði okkur frá því sem fyrir augu bar, - þetta var verulega fróðlegt og skemmtilegt.  Svo má ég til með að segja frá vef sem gaman er að skoða. www.pbase.com .  Þetta er ljósmyndavefur og ljósmyndarar víða um heim setja myndir þarna inn og maður getur slegið  inn leitarorðum eins og t.d nöfnum landa, borga, dýra og hvers þess  sem manni dettur í hug.  Sláið t.d inn orðinu butterflys - ótrúlega fallegar myndir af fiðrildum - kíkið á birds - þá má sjá birds in Sweden - flottar fuglamyndir  já bara að nefna það.  Mæli sem sagt sterklega með honum þessum.

En komið gott af bloggi á þessum sunnudagsmorgni - njótið dagsins gott fólk  Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband