Konudagur

Í dag er konudagurinn til hamingju auðvitað allar konur með hann.  Á þessum degi eru konur gladdar á einn eða annan hátt líkt og þær gleðja karlmennina í sínu lífi á bóndadaginn.  Þetta er bara skemmtilegur siður.  Verslanir og fl. eru sífellt að skjóta hugmyndum að fólki, með  hvað væri nú sniðugt að kaupa og gefa sem er auðvitað eðli þeirra sem þurfa að auglýsa sína vöru en mörgum finnst nóg um og vilja bara hafa þetta eftir sínu höfði. Mig minnir að ég hafi heyrt bakarí auglýsa tertu í tilefni dagsins.  Það hafa hins vegar ekki allir gott aðgengi að bakaríi og eða blómabúðum.  Mér varð hugsað til manns sem var að hafa áhyggjur af að hafa gleymt að kaupa blóm.  Þá  datt mér  í hug að skella þessari  uppskrift að frábærlega einfaldri og góðri döðutertu í loftið, sem tekur lítinn tíma að útbúa og fínt að eiga með sunnudagskaffinu. Jafnvel óvanir bakarar ráða við að baka hana þess

Döðluterta

1.bollil saxaðar döðlur

1/2 bolli saxað suðusúkkulaði

3 kúfaðar matsk. hveiti

1. bolli sykur

1 tsk vanilludropar

3 msk kalt vatn

2 egg

1 tsk lyftiduft

Öllu blandað saman og hrært.

Degið er sett í eitt lausbotna form(ég nota 26 cm í þverm.) og bakað í ca 30-40 mín. við 150°C hita. Ofan á er settur þeyttur rjómi, niðursoðnar perur í sneiðum eða eftir hugmyndaflugi hvers og eins, og að lokum er smá súkkulaði raspað yfir.  Þessa köku er sem sagt gott að gera að morgninum og bera svo fram kalda og fína með kaffinu. 

Verði ykkur að góðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband