Bjartur dagur.
23.2.2008 | 10:24
Já svo sannarlega fallegur dagur og dásamlegt ţegar daginn fer ađ lengja. Á fimmtudagsmorguninn fór ég ađ heiman um 9:00 og mćtti ţar af leiđandi ekki í rćktina ţann morguninn. Ţađ var bjart og notalegt ađ koma út - smá hlé á ţessu fannfergi og leiđindum í veđrinu. Ţá fann mađur ţetta -Ţessa vortilfinningu hríslast um sig ţó ótímabćr sé nú reyndar svona í febrúar en mér leiđ bara svona í kćrkominni pásu frá snjókomu međ tilheyrandi bílrúđuskaferíi á morgnana.
Ég fékk svo fínar fréttir í vikunni - dóttirin búin ađ skrá sig í hjúkrunarnám í haust, alltaf gott ţegar spegúlasjónum um námsleiđ líkur međ ákveđinni lendingu. Hún er byrjuđ í undirbúningi á Ísafirđi einu sinin í viku. Ć, ég varđ ađ tjá mig um ţetta - varđ svo ánćgđ međ hana einu sinni sem oftar.
Í dag er málţing á Bíldudal um olíuhreinsunarstöđvarmálin. Ţađ er Fjóđrungssamband Vestfjarđa sem heldur ţingiđ eins á Ísafirđi á morgun. Dagskránni er skipt niđur og er í grófum dráttum svona: Umhverfismál / Ný atvinnutćkifćri / Samfélagsmál. Ţarna taka t.d til máls Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, Ólafur Egilsson frá Íslenskum hátćkniiđnađi Smári Geirsson frá Fjarđarbyggđ sem rćđir um reynsluna ađ austan, svo einhverjir séu taldir. Dagskrána má sjá í heild sinni á vef Fjórđungssambandsins : http://www.fjordungssamband.is . Ţar sem ég á ekki heimangengt í dag fer ég ekki á ţingiđ. Ég er samt sannfćrđ um ađ margir mćta og hlakka til ađ heyra af ţessu. Ţetta er svo heljarinnar stórt málefni ađ eđlilegt ađ ţetta sé skođađ frá öllum hliđum. Ég ćtlađi reyndar ađ vera stödd á árshátíđ í Reykjavík ţessa helgina en ţađ breyttist snemma í vikunni.
En nú ćtla ég ađ hespa mér í morgunmatinn, kíkja svo í Bröttuhlíđ áđur en ég tek til viđ raunverulegt amstur dagsins. Eigiđ góđan dag
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.