Sunnudagsmorgunn

Nú fær maður að finna fyrir Íslenskum vetri svo um munar.  Snjókoma, stormur, rigning, hagl, allar sortir í þessum veðurham sem verið hefur undanfarna daga.    Maður vill helst kúra undir sænginni en það gengur víst ekki alveg að setja allt á "hold". Bróðir minn sem elskar sunnudagssteik uppá gamla mátann bauð mér í mat í hádeginu með fjölskyldu sinni og vinafólki.  Hann kann lagið á mannskapnum og finnst gráupplagt að hóa í liðið sem hefur ekki hist lengi sökum anna. En hvort allir veldu hádegi á sunnudegi til þess það er svo annað mál en við erum nú öll óttalegir morgunhanar þannig að þetta passar fínt svona.  Í þessum "töluðum orðum" er ég með köku í ofninum þar sem í dag verður síðasti stjórnarfundur Sifjar haldinn á mínu heimili, aðalfundur og námskeið framundan sem þarf að diskútera aðeins. Á meðan kakan bakast er kjörið að kíkja í Moggann og fl. - lesa um bruna í Camden hverfinu í London og gegni frambjóðenda í USA og hver veit nema að maður kíki aðeins á REI málið eilífa..........æi nei annars, nenni því varla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl nafna. Slysaðist inná bloggið þitt á rúntinum í morgun, er búin að bæta þér inná eftirlætisæistann. Hittumst hressar í fyrramálið

Anna Jens (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 10:52

2 identicon

Átti auðvitað að vera eftirlætislistann

Anna Jens (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband