Óbeisluð fegurð

Matthildur Helgadóttir er dugnaðarforkur ættuð úr Alviðru í Dýrafirði.  Hún er einn af aðstandendum hinnar mjög svo sérstöku fegurðarsamkeppni þar sem keppt er í óbeislaðri fegurð. Það var gert í fyrsta sinn á síðasta ári  í Félagsheimilinu í Hnífsdal.  Uppátækið vakti mikla athygli og var m.a gerð heimildarmynd um herlegheitin. Mér þótti þetta nú voðalega spes en sá heimildarmyndina og fannst þetta bara ekkert svo galið hjá þeim.  Kannaðist fólkið eftir búsetu mína þarna á norðurfjörðunum og skemmti mér ágætlega yfir þessu.   Nú er verið að bjóða Matthildi að halda erindi um "Óbeislaða fegurð" á 52. þingi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem haldið verður í New York sem er bara hið besta mál.  Veit að hún fer létt með að halda þar tölu eins skelegg og hún nú er.

En þessi keppni er annars í óvenjulegri kantinum. Ætlast er til að fólk  sé búið að slíta barnsskónum og þarf hvorki að grenna sig né fita til að uppfylla skilyrði til þáttöku.  Best að viðkomandi sé bara sem náttúrulegastur í allra víðasta samhengi þess orðs.   Nánar má lesa allt um keppnina  á heimasíðu Óbeislaðrar fegurðar www.obeislud.it.is  W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.