Óshlíðargöng
22.1.2008 | 16:01
Ég samgleðst Bolvíkingum og öðrum vegfarendum um Óshlíð verulega. Á www.bb.is kemur fram að samgöngumálaráðherra var að opna tilboð í gerð ganga. Ég hef dáðst að Bolvíkingum fyrir þrautsegju þeirra að aka hlíðina oft á dag til vinnu og skóla. Mér líður illa í hvert skipti sem ég þarf að fara þessa leið jafnvel á björtum sumardegi. Segi bara - TIL HAMINGJU !! Það verður varla aftur snúið úr þessu.
Athugasemdir
hæhæ, flott blogg hjá þér og nýja lúkkið..
En já ég samgleðst einnig Bolvíkingum að fá göng, maður hugsar reyndar alltaf að það mætti annað ganga fyrir en ekki má ég vera ósanngjörn, að þora að keyra þessa hlíð.. jedúdamía, ekki gæti ég það.
en kveðja að norðan...
dóttir Þórunn:P
Þórunn :) (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.