Hvassviðri

Það hvessir víða með tilheyrandi látum, bátar og bílar fjúka ásamt ýmslu smálegu,  meira að segja tangstöngullinn ég Coolþurfti að hafa mig alla við til að komast fyrir húshorn í morgun Smile.  Maður krossar auðvitað bara fingur og vonar að enginn fari sér að voða í svona vályndum veðrum. 

Sofnaði nú  ekki yfir fréttunum í gærkvöldi , of mikið að gerast í pólitíkinni og fl. til þess - nýr Borgarstjóri kynntur til sögunnar og hvað eina. Aðstæður hans eru all sérkennilegar svo ekki sé meira sagt.  Stendur einn og sjálfur, engum varamönnum til að dreifa þannig að hann þarf aldeilis að sýna fulla mætingu á fundum  maðurinn.  Bara vonandi að þetta reynist Borgarbúum happadrjúgt, á auðvitað eftir að koma í ljós.  Það var svo sem enginn blástur í kringum þetta útspil, gerðist hratt og örugglega eins og fram kom.  Vinstri menn eru ekki sáttir og Ingibjörg Sólrún hafði á orði að lágt hefði verið lagst.  Þannig er nú það. 

Svo eru það  fatamál frambjóðenda Framsóknarmanna - þetta er orðið heljar mál  þó að nokkuð sé umliðið frá kosningum og menn jafnvel hættir að passa í fötin -svona fatasnið hugsanlega komin  á outlet markaði nema sígildari séu. 

Hinar ýmsu hlutabréfavísitölur eru á niðurleið í heimsálfum hnattkúlunnar okkar og margur vansvefta.  Við skulum vona að þetta rétti  úr kútnum allt saman þó að hægt fari en vafi leikur  á að stígandinn nái fyrri toppum.  Allt ofangreint hefur þó haft áhrif á plássfrekju frétta af Britney Spears og Paris Hilton,  það er bara hið besta mál  - þó að fréttir af þeim séu varla samanburðarhæfar hvað mikilvægi varðar.   

Ég er ekki í svo öflugum gír að skrifa djúpvitra pistla um ofangreind mál hvað þá að ég hafi  tíma  og læt þess vegna  gott heita í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband