Framundan

 Varð að skipta um bakgrunn - kann vel við þetta listaverkadæmi - svo kósí eitthvað.

Á dögunum fékk ég sms í gegnum siminn.is - þetta var ónefndur aðili  úr árgangi 1962( sem sagt bekkjarfélagi) en eins og ég hef áður sagt þá erum við bekkjarsystkinin svo ferlega samrýmd og góðir félagar HaloGrin.  Þetta voru sem sagt boð um að hittast sem flest á Þorrablóti brottfluttra Patreksfirðinga, sem haldið er einhversstaðar í Rvík.  Ég fer ekki á þetta - hef reyndar aldrei farið -  en brá skjótt við og sendi boð á línuna um að skella sér Vestur viku fyrr eða þ. 26. jan á blótið hér á Patró, taka forskot á sæluna og skella sér bara Vestur Wink

Eftir smá diskúteringar okkar formanns  Þorrablótsnefndar hringdi ég í gær  og fékk heljarinnar afslátt í ferjuna Baldur fyrir Þorrablótsgesti og eins afslátt af gistingu hér í bæ fyrir þá sem þurfa.  Þetta verður nánar auglýst með Þorrablótsauglýsingunni innan tíðar t.d á patreksfjordur.is og þessum hefðbundnu stöðum.  Bara gott mál.  Þorrablótsnefnd Kvenfélagsins stendur í ströngu þessa dagana,  þær vinna hörðum höndum við að æfa frumsamin skemmtiatriði, útbúa matinn og allt sem þarf til að gera þessa skemmtun sem besta.  Í haust voru svið og pungar fengin, klippt og sviðið til súrsunar. Ég veit að það er búið að baka hveiti og rúgkökur og allt á fullu.  Heljarinnar vinna en svakalega gaman og lærdómsríkt.  Ég hef oft verið í nefnd og finnst alltaf  ferlega gaman í þessu stússi - það skapast einhvern veginn  alveg sérstök stemming. Það verður spennandi að sjá skemmtiatriðin - þau eru alltaf langt prógram af frumsömdu eins og ég hef áður sagt. Þar er oftast lagt upp með svona hálfgerðan bæjarannál og fá margir svona létt skot en það er auðvitað ekki ætlunin að meiða neinn.  Þorrablótið er ein stærsta fjáröflunarsamkoma félagsins og því er mikið á sig lagt en eins og flestir vita styrkjum við Kvenfélagskonur ýmis málefni hér í bæ af miklum myndarskap.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband