Nýr bátur til Patreksfjarðar

Í kvöld kom hingað til Patreksfjarðar  nýr stálbátur.  Slík sjón gerist  æ sjaldgæfari í höfnum sjávarplássa  eins og þessa sem áður iðuðu af lífi.   Bátinn  var fyrirtækið Skriðnafell að kaupa. Skriðnafell er bæjarnafn af Barðaströnd og þar bjuggu afi og amma eins eigandans og skipstjóra bátsins,  Óskars Harðar Gíslasonar. Eigendur gáfu bátnum nafnið Valgerður eftir föðurömmu Óskars. 

Ég fékk gest til mín  í kvöld og yfir kaffibollanum var ákveðið að bregða sér niður á höfn og skoða bátinn sem var rétt að koma í höfnina og öllum til sýnis.   Við skelltum okkur um borð og skoðuðum bátinn, glæsilegasta fley tæp 64 tonn.  Þarna ríkti mikil gleði og ánægja með framtak þessara aðila, margir komnir að samgleðjast þeim.   Presturinn okkar séra Leifur  flutti tölu og fór með blessunar og bænarorð.   Óskar skipstjóri  er hörkuduglegur og hefur um árabil verið fengsæll skipstjóri á bát héðan.  Ég er  ekki í vafa um að framtakið á eftir að verða hlutaðeigandi  til góðs og óska þeim alls hins besta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Til hamingju Patreksfirðingar með nýja skipið. Skilaðu kveðju til hennar Gróu á Stekkabóli.

Þórbergur Torfason, 31.8.2007 kl. 23:14

2 identicon

Takk fyrir þetta og innlitið hér. Ég skila kveðjunni til Gróu.

Anna (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband