Blogglestur

Best að skella inn eins og einni færslu á þetta líflausa blogg mitt, sem mun þó lifna við með lækkandi sól Wink  Í stað þess að ráðast á bókaturninn á náttborðinu hjá mér svona  kvöld og kvöld, þá dett ég  stundum í blogglestur. 

Á blogginu  eru margir stórskemmtilegir pennar á ferð.  Ég hef verið að kíkja á nokkra og  t.d Jens Guð sem ég kannast aðeins við eins og reyndar margur landinn.  Maðurinn er nefnilega ægilega flinkur skrautskrifari og kom með námskeið hingað á Patró fyrir mörgum árum.  Ég fór svo einhverjum árum síðar á Færeyska daga í Ólafsvík einu sinni sem oftar og var þar á ferð með Færeyskri fjölskyldu.  Við hópurinn skruppum á ball og á ballinu   hnippir ein Færeysk úr hópnum í mig, bendir á Jens skrautskriftarkennara og segir "hygg" sem þýðir að ég held sjáðu.   Segist hafa farið á námskeið hjá honum þessum. Heimurinn er ekki stór, ó nei.  

Svo reynist maðurinn  ekki bara flinkur skrautskrifari, heldur líka  músíkant og svona asskoti skemmtilegur bloggari.   Svona getur nú fólk leynt á sér, -  ekki það að maður kynnist svona námskeiðshöldurum sem droppa hér við neitt til að geta sagt til um karakterinn.

Ég get nefnt fleiri bloggara sem mér finnast fínir pennar en fer ekkert út í þá upptalningu hér.   Annað má svo nefna  og það eru kommentin sem eru oft óforbetranleg.  Þar fara aðrir bloggarar á flug,  það er næstum sama hvert umræðuefnið er, stundum finnst manni stefna í hörku fæting í kommentunum. Maður sér þá ekki fyrir sér annað en að árshátíð bloggara gæti orðið lífleg uppákoma.   En annars er þetta oftast í saklausari kantinum, góðlátlegt grín en að sjálfsögðu er þarna inná milli þörf, kröftug gagnrýni á umræðu og atburði líðandi stundar í okkar þjóðfélagi. 

Þar eru margir ansi kjarkmiklir bloggarar á ferð sem vekja mann til umhugsunar og sýna manni aðra hlið mála. Já - það er bara ágætt að detta í blogglestur við og við Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband