Framfaraskref.

í dag var formlega stofnuð framhaldsdeild á Patreksfirði, sem byggir á samstarfi við Fjölbrautarskóla Snæfellinga. Talandi sem bæjarbúi hér þá finnst mér það sem ég hef séð af kynningarefni og öllum  undirbúningi varðandi þetta mál virkilega vandað og augljóst að þarna er unnið af áhuga og heilindum garnvart málefninu. Ekkert hér um bil í þessu.  Ég varð aðeins vör við það fyrst að það var eins og fólk tryði varla að þetta yrði að veruleika og ef af yrði hlyti þetta að verða bóla sem springi - en það hefur breyst.  Mér finnst einmitt þannig að þessu staðið á allan hátt að ég vil frekar trúa því að þetta verði bolti sem vindur uppá sig.  
Ég sem hef eins og fleiri þurft að senda ungling frá mér í skóla fjarri heimahögunum  fagna þessu framtaki og óska aðstandendum, nemendum og okkur öllum hér á suðursvæði Vestfjarða til hamingju með þetta framfaraskref.  Búið er að innrétta og tæknivæða álmu í nýrri hluta Grunnskóla Patreksfjarðar undir starfsemina.  Í næsta húsi er nýlegt og glæsilegt íþróttahús með sundlaug og flottri aðstöðu.  Það væsir því ekki um okkur hér í bæ lengur hvað menntun og íþróttaiðkun snertir.  Lionsklúbburinn hér á Patreksfirði hefur styrkt þetta verkefni  með myndarlegum hætti sem endurspeglar fögnuð bæjarbúa með framtakið. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband