3.ágúst 2007
4.8.2007 | 01:01
Föstudagurinn 3.ágúst er merkilegur fyrir margra hluta sakir. Verslunarmannahelgin, fólk á ferð og flugi út um allt. - Stemmingin í loftinu. Afmælisdagur dótturinnar. Vaknaði í morgun við fyrsta hanagal ....nei ekki alveg þannig, heyrist ekki í hana lengur, það nennir enginn orðið að hafa hænsnakofa í garðinum hjá sér ....skil þetta bara ekki.
Það var sem sagt bara vekjarinn í gemsanum sem vakti mig eins og vanalega. - Ég stillti auðvitað á blund, sem þýðir að það eru nákvæmlega 9 mínútur þar til hann hringir næst. Eftir að hafa stutt nokkrum sinnum á blund eða um fjórum sinnum ákvað ég að drífa mig framúr og skella mér í sturtuna. Dóttir mín 22ja ára í dag (hugsa sér hvað tíminn flýgur) og ég gat ekki beðið eftir að komast í vinnuna og senda henni fallega(þó ég segi sjálf frá) kortið sem ég hafði föndrað við í gær í tölvunni. Við erum svo lánsamar mæðgurnar þetta sumarið að vinna á sama vinnustað þó að firðir skilji okkur að. Ég dreif mig því í að senda henni þetta fljótlega eftir að ég mætti í vinnuna. Ég fékk náttúrulega góðar kveðjur í staðinn eins við var að búast af hennar hálfu. Hún kom svo þessi elska keyrandi hingað eftir vinnu - um tveggjatíma ferð og við fórum saman út að borða á veitingastað bæjarins.
Í fyrramálið fer ég svo snemma af stað suður á bóginn - ætla að vera í bústað í Ölfusborgum fram á mánudag. Sonurinn sem býr hjá mér í sumar verður á vaktinni sem laganna vörður hér á svæðinu yfir helgina. Vona bara að þetta verði góð helgi, sér í lagi að umferðin verði slysalaus.
Ég bíð spennt eftir að heyra af gengi Karenar Ingibjargar bróðurdóttur minnar sem keppir á Landsmótinu austur á Höfn í Hornafirði. Hún er svo seig þessi stelpa og bráðefnileg. Vona að henni gangi svakalega vel.
Læt gott heita í bili - góða helgi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.