Mætt !

Einn dyggasti af örfáum lesendum bloggbröltsins hjá mér sagði við mig í gær að það væri hálf boring að kíkja næstum á hverjum degi á þetta  blogg og bara ekkert í gangi !!  Nú skal aðeins bætt úr því.

Ég er sem sagt komin heim úr alveg dásamlegu fríi. Fór á slóðir sem ég hef ekki komið á áður -  heillaðist af fegurðinni á þessari leið - Fjallabaksleið nyrðri(afsakið misritunina - það var ekki sú syðri eins og ég skrifaði fyrst Blush), -Fór langleiðina að Hrafntinnuskeri eða eins langt og hægt var að komast með góðu móti bílandi.  Þetta var jú bara dagsferð þannig að allar lengri gönguferðir bíða betri tíma.  En þetta var stórfenglegt að upplifa enn  meira af fjölbreytni okkar ægifagra lands.  Kolsvört sandfell  hér og þar sem skörtuðu  skærgrænum mosa í vætuskorningum. Sömuleiðis kolsvart Hrafntinnuhraunið - steinsnar frá  er svo Líparít í fjöllum og dökkt hraunið þakið gráum mosanum, alveg magnað að sjá, - þegar degi tók að halla var svo  haldið  niður fagra sveit , - Skaftártungurnar  áleiðis til Reykjavíkur.  Ég naut leiðsagnar Alla , míns allra besta vinar. Hann er fróðleiksnáma um jarðfræði landsins og þekkir þessar slóðir vel. 

Já það er endalaust hægt að staldra við og skoða. "Skruppum " líka á Strandirnar, þar er landslagið hrikalegt og magnað.  Fórum lengst í Ófeigsfjörð sem geymir tvo verulega fallega og stóra  fossa.  Fórum að öðrum sem er í Hvalá, beljandi árinnar ægilegur og fossarnir sem eru í rauninni tveir í stærri kantinum með þeim fallegri sem maður sér.  Eiginlega vel geymt leyndarmál fyrir þá sem eru áhugsamir um mikilfengleg vatnsföll.  Já það er frábært að þvælast bara um og skoða í svona dásamlegu veðri eins og verið hefur allan júlímánuð.  Tjalda þar sem manni dettur í hug og skella sér í næstu sundlaug þegar færi gefst. 

En júlí er ekki búinn og ekkert lát virðist á blíðunni þó að vissulega hafi nú aðeins dregið niður í hitamælinum.  Kannski að Verslunarmannahelgarveðrið  í ár verði bara eins og það var fyrir 22 árum.  Blíðunni þá  gleymi ég aldrei - hún var í stíl við atburð helgarinnar þegar  ég varð öðrum sólargeisla ríkari -  Þórunn Sigurbjörg kom í heiminn. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.7.2007 kl. 19:07

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Fjallabaksleið syðri er ægifögur, hef ég þó aðeins séð brot af henni.  En mútta mín hefur barið hana augum alla líkt og þú, og mátti vart mæla af hrifnigu er heim kom.  Er eitthvað svo gaman að eiga heima í svona stórbrotnu landi!

Sigríður Sigurðardóttir, 24.7.2007 kl. 19:12

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Frábært, ég elska líka að ferðast um landið.  Konur eru svo hrifnæmar....skil þig vel kveðja

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.7.2007 kl. 22:05

4 identicon

hæhæ ég skal lofa þér því að það verður gott veður um verslunarmannahelgina:)

 kveðja

Þórunn Sigurbjörg (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband