Ég fer í fríið......

Þá er komið að því að leggja land undir fót. Mæti aftur til vinnu 23.júlí því er ekki spurning um að nýta tímann og viðra sig aðeins.  Auðvitað er oft gott að vera bara heima a.m.k part af fríinu sínu.  Elda hádegismat, snurfusa hjá sér, nýta þurrkinn og hengja út þvottinn, skreppa í heimsókn, kíkja í búðir já allt þetta sem maður gerir alla jafna ekki frá níu til fimm.  Finna svona þetta jafnvægi sem manni finnst maður einhvern vegin finna svo vel þegar maður er bara heima hjá sér að dinglast.  Afslappelsi heitir það líklega.  En í núna halda mér engin bönd og ég skrepp suður á bóginn. Það er svo fjölskyldumót framundan á Núpi í Dýrafirði og maður fer ekki að taka uppá að mæta ekki á þá samkomu. Þannig að bloggsíðan verður sett á algjöra pásu á meðan.  Eigið góða daga Heart Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ:)

Æðislegt að þu sert komin í sumarfrí, hlakka til að fá þig í heimsókn:P semsagt þegar við hitumst á Núpi:)

En njóttu frísins...

með kveðju

´Þórunn:*

Þórunn Berg (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband