Góð gönguferð.
24.6.2007 | 18:08
Í dag gekk ég með eldri bróður mínum og mágkonu í surtarbrandsgil sem er rétt ofan við bæinn Brjánslæk á Barðaströnd. Ég hafði auðvitað oft heyrt af þessu gili og man eftir að hafa sem stelpa séð steingerfing með laufblöðum ættaðan úr þessu gili. En nú lét ég sem sagt verða af því í fyrsta skipti á ævinni að arka þarna upp í gilið og varð ekki fyrir vonbrigðum. Þvílík perla. - Veðrið var þrælfínt, aðeins að þykkna upp þegar leið á en hékk alveg þurrt. Við gengum eftir slóða meðfram ánni og víða í henni eru fallegir litlir fossar og og hylir sem gleðja augað. Þegar komið er að surtarbrandsgilinu sjálfu verður allt grófgerðara en fallegt er það. Þetta er nú eitt af því sem er við bæjardyrnar en hefur alveg orðið útundan hjá manni að skoða. Þessi surtabrandur er jarðfræðilega merkilegur. Hann má finna á nokkrum stöðum á Vestfjörðum og var nýttur til kolagerðar. Surtabrandsnámur voru nokkrar á Vestfjörðum m.a á Rauðasandi. Allt um þetta má lesa á síðunni vestfirdir.is sem eins og nafnið bendir til færðir fólk um ýmislegt er varðar sögu Vestfjarða. Mæli með að áhugasamir kíki á hann. Að lokinni göngu fórum við svo í Hótel Flókalund og fengum þar fínar veitingar eftir þessa gönguferð sem bæði var áhugaverð og skemmtileg.
Athugasemdir
Heil og sæl, fór þessa sömu leið í kringum 1970 með foreldrum mínum, nema hvað öfunda þig að þessari fallegu leið. Fallegt á Vestfjörðum. kveðja
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.6.2007 kl. 00:13
Takk fyrir það Anna Sigríður, sömuleiðis fallegt á Snæfellsnesinu
Anna Guðm. (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 16:18
:) .þú ert svo dugleg mamma mín , gaman að fara í svona göngutúra og þú ert mjög dugleg að blogga og btw flott blogg:P
kem ábyggilega vestur á föstudaginn , er að spá í að draga óla með mér á látrabjarg , sýna honum safnið á Hnjóti og rauðasand og kanski að við fáum okkur göngutúr niður í keflavík:)
Hafðu það gott
Hilsen Þórunn :)
Þórunn Berg (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.