Smá hugleiðing á 19. júní

Á Kvenréttindadaginn er margs að minnast og margt að þakka þrautseigum  og baráttuviljugum konum.  Það sem okkur þykja sjálfsögð mannréttindi í dag var ekki hrist fram úr erminni si svona.  Ég á bókina Íslandsdætur,  sem inniheldur svipmyndir af sögu íslenskra kvenna á árunum 1850-1950.  Í þessari bók er sagan sett fram á skemmtilegan hátt þannig að hún verður ánægjuleg og fróðleg aflestrar og  fölmargar myndir prýða bókina.  Mjög auðvelt er að vitna í hana þurfi maður þess, þar sem hún er svo  aðgengileg.

Í þessa bók fór ég að glugga í  af einhverju viti þegar ég sem Kvenfélagskona fór að kynna mér aðeins sögu Kvenfélaga á Íslandi.  Kvenfélögin í landinu eru flest hver svo gömul að saga þeirra er órjúfanlegur þáttur í kvennasögunni á tímabilinu sem ofangreind bók fjallar um.   Félögin eru  stofnuð til að efla allskonar samvinnu og samúð meðal félagskvenna í hverju og einu sem snertir starfsemi og framför í sveitar og landsmálum.  Þau eiga einnig að stuðla að hverskonar líknarstarfssemi.  Félögin hafa á landsvísu gefið hundruð milljóna til góðgerðarmála og því finnst mér verulega gaman að geta lagt mitt af mörkum í þessu starfi.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.