Bloggið
15.6.2007 | 08:24
"Um hvað á svo að blogga" , spurði ein vinkona mín - sem fannst þetta nú ferlega spennandi þegar ég sagði henni frá bloggsíðunni. Hún þekkir mig auðvitað og þetta kom henni því ekkert á óvart.
Ég er með hausinn fullan af einhverju til að tjá mig um, það vantar ekkert upp á það. Ég hef áhuga á ýmsu og fylgist þokkalega með að ég tel. Væri náttúrulega ekki sannur Vestfirðingur ef ég gæti ekki tjáð mig um vegamálin í fjórðungnum, bara varðandi þann málaflokk, hitnar mér verulega í hamsi af tilhugsuninni einni saman. - Nú, ég fylgist ágætlega með heimsmálum, landsmálum þ.m.t málefnum sveitarfélaganna hér í mínu nánasta umhverfi. Þó að enn sem komið er sé bloggið mitt kannski í heimilislegri kantinum þá er aldrei að vita hvað maður lætur flakka. Eitt er þó víst að það að blogga er bara skemmtilegt. Gaman að læra á hvernig þetta funkerar allt saman. Kíkja á annarra manna bloggsíður. Bara sniðugt dæmi. - Hvað maður endist svo verður bara að koma í ljós.
Ég er með hausinn fullan af einhverju til að tjá mig um, það vantar ekkert upp á það. Ég hef áhuga á ýmsu og fylgist þokkalega með að ég tel. Væri náttúrulega ekki sannur Vestfirðingur ef ég gæti ekki tjáð mig um vegamálin í fjórðungnum, bara varðandi þann málaflokk, hitnar mér verulega í hamsi af tilhugsuninni einni saman. - Nú, ég fylgist ágætlega með heimsmálum, landsmálum þ.m.t málefnum sveitarfélaganna hér í mínu nánasta umhverfi. Þó að enn sem komið er sé bloggið mitt kannski í heimilislegri kantinum þá er aldrei að vita hvað maður lætur flakka. Eitt er þó víst að það að blogga er bara skemmtilegt. Gaman að læra á hvernig þetta funkerar allt saman. Kíkja á annarra manna bloggsíður. Bara sniðugt dæmi. - Hvað maður endist svo verður bara að koma í ljós.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.