..........the global warming........?
14.6.2007 | 19:15
Þó að flesta daga sé nú allt í himnalagi eða þannig - þá verð ég nú að viðurkenna að sumt er ekki alveg á gúddílistanum hjá mér.
Köngulærnar eru ekki á topp tíu, það er á hreinu. Þegar hlýnar í veðri vakna þessar elskur ásamt öðrum vel kvikum lífverum af flokki landhryggleysingja. Köngulær teljast ekki til skordýra heldur áttfætla sem aftur er flokkur undir landhryggleysingjum eins og skordýrin, eftir því sem ég kemst næst.
í flokki áttfætla er síðan langfætlan - sem er eins og nafnið gefur til kynna þessi með löngu lappirnar, nánast sú eina sem ég man eftir úr æsku.
Þessi "gamla góða" þykir mér nú bara verulega sakleysisleg miðað við þær sem ég álít nýbúa í köngulóarsamfélaginu í dag.
Maður sér orðið alls konar tegundir sem maður hefur á tilfinningunni að hljóti nýlega að hafa gert sig heimakomnar hér. Ég skirfa þetta auðvitað allt á "the global warming", þessa auknu fjölbreytni. Kvikindin eru í stærri kantinum og spinna vef á methraða. Þar sem köngulóarhræðslan er veruleg í mér þá er maður með radarinn á og tekur á sig langan krók sjái maður glitta í vef. Verði maður var við eitthvað kvikt í vefnum framkallast gæsahúðin sem aldrei fyrr.
Þó er ljós punktur í þessu öllu saman og hann er sá að áhuginn á kvikindunum hefur vaknað og ég hef fræðst nokkuð um heilu ættbálkana af þessum stofni.
Það er auðvitað betra að vita sem mest um "óvininn" til að vinna bug á óttanum. Ég vona samt að þessar stóru á minn mælikvarða verði aldrei sakleysislegar í mínum augum þegar fram líða stundir - með tilkomu annarra stærri - í hópi þessara lífvera.
Þá er þetta bara fínt svona takk.
Köngulærnar eru ekki á topp tíu, það er á hreinu. Þegar hlýnar í veðri vakna þessar elskur ásamt öðrum vel kvikum lífverum af flokki landhryggleysingja. Köngulær teljast ekki til skordýra heldur áttfætla sem aftur er flokkur undir landhryggleysingjum eins og skordýrin, eftir því sem ég kemst næst.
í flokki áttfætla er síðan langfætlan - sem er eins og nafnið gefur til kynna þessi með löngu lappirnar, nánast sú eina sem ég man eftir úr æsku.
Þessi "gamla góða" þykir mér nú bara verulega sakleysisleg miðað við þær sem ég álít nýbúa í köngulóarsamfélaginu í dag.
Maður sér orðið alls konar tegundir sem maður hefur á tilfinningunni að hljóti nýlega að hafa gert sig heimakomnar hér. Ég skirfa þetta auðvitað allt á "the global warming", þessa auknu fjölbreytni. Kvikindin eru í stærri kantinum og spinna vef á methraða. Þar sem köngulóarhræðslan er veruleg í mér þá er maður með radarinn á og tekur á sig langan krók sjái maður glitta í vef. Verði maður var við eitthvað kvikt í vefnum framkallast gæsahúðin sem aldrei fyrr.
Þó er ljós punktur í þessu öllu saman og hann er sá að áhuginn á kvikindunum hefur vaknað og ég hef fræðst nokkuð um heilu ættbálkana af þessum stofni.
Það er auðvitað betra að vita sem mest um "óvininn" til að vinna bug á óttanum. Ég vona samt að þessar stóru á minn mælikvarða verði aldrei sakleysislegar í mínum augum þegar fram líða stundir - með tilkomu annarra stærri - í hópi þessara lífvera.
Þá er þetta bara fínt svona takk.
Athugasemdir
Alveg er ég sammála þér, ég er ekkert hrifinn af þeim. Var úti í garði í kvöld og tók eftir stórum möðkum í runnunum. Vil helst ekki úða spreyja stundum grænsápu og vökva vel til að skola þeim niður í moldina. Þeir verða þá aðð hafa fyrir því að skríða upp aftur . kv
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.6.2007 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.