Tónlistarveisla

Eins og veđriđ var nú brjálađ hér í gćr, ţađ sást um tíma vart á milli húsa framan af degi,  ţá er dagurinn í dag algjör andstćđa - alveg magnađ ţetta veđurfar á landinu bláa.  Í dag er sem sagt sól og nánast logn, sá snjór sem kom í ţessu skoti bráđnar hratt og voriđ  sest á ný ađ í hugum okkar og sál.

Nóg um veđriđ.

Nú í apríl verđur svo sannarlega tónlistarveisla hjá okkur hér á sunnanverđum Vestfjörđunum.  Á laugardaginn kemur munu krakkar héđan keppa fyrir hönd Framhaldsskóla Snćfellsbćjar í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fer á Akureyri.  Lagiđ sem ţau flytja er frumsamiđ af Magna Smárasyni og textann samdi Una Hlín Sveinsdóttir sem jafnframt syngur lagiđ.  Ţau tvö ásamt krökkum úr hljómsveit héđan urđu hlutskörpust í vali á fulltrúum skólans í samkeppni sem haldin var í Grundarfirđi fyrir skömmu.  Ađ sjálfssögđu verđur fylgst međ  sjónvarpinu á laugardaginn.  Ég er verulega stolt af krökkunum og óska ţeim ađ sjálfssögđu alls hins besta.

Laugardaginn 24. apríl verđa tónleikar á vegum Karlakórsins Vestra í Félagsheimilinu hér á Patreksfirđi.   Ţađ verđur enginn annar en Kristján Jóhannsson stórsöngvari sem verđur ađalnúmer tónleikanna. Fjölmargt verđur á efnisskránni  og t.a.m syngja Kristján  og  Mariola Kowalczyk  dúett.  Mariola er söngstjóri Karlakórsins Vestra og Kvennakórsins Bjarkanna en báđir kórarnir koma fram á tónleikunum.  Ţađ verđur ţví svo sannarlega tónlistin  sem setur svip sinn á aprílmánuđ hér í bćjarfélaginu og nágrenni.  Haldist veđur gott er auđvitađ vandalaust fyrir ţá sem búa ađeins fjćr ađ bregđa undir sig betri fćtinum og skjótast á flotta  tónleika á Patró Smile

Ítarlegar er sagt frá tónleikunum á www.patreksfjordur.is

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Gaman ađ heyra ţetta Anna mín.  Aldeilis tónlistarveisla.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 9.4.2010 kl. 17:21

2 Smámynd: Anna

Takk Ásthildur, ţetta puntar uppá lífiđ og tilveruna.  Viđ bćjarbúar fylgjumst svo spennt međ krökkunum í sjónvarpinu í kvöld

Anna, 10.4.2010 kl. 08:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.