Matar og menningarhátíð helgina 10.- 12. júlí.

Það er nóg um að velja í bæjarhátíðum og allskonar uppákomum um allt land, flestar helgar í sumar.  Gífurlega fjölbreytt og spennandi  dagskrá.  Á næstu helgi verður hátíðin Matur og menning haldin hér á Patreksfirði.  Á dagskránni eru m.a mörg spennandi tónlistaratriði, en hér má sjá niðurröðun atriða í heild sinni.   


Matur og menning í Vesturbyggð 2009, hátíð helgina 10.-12.júlí.

 

Föstudagur 10. júlí

Kl. 20.00 - 21.00
Tónleikar í Patreksfjarðarkirkju
Flutt verða veraldleg og trúarleg sönglög jafnt erlend sem íslensk. Flytjendur eru: Gísli Magnason, Anna Sigríður Helgadóttir, Kristín Erna Blöndal, Will Kwiatkowski, Örn Arnarson og Aðalheiður Þorsteinsdóttir.

Kl. 22.00
Tónleikar á Kaffi Sæla á Tálknafirði.
Tónlistarmaðurinn Toggi spilar og syngur ma. Lagið vinsæla ,,Þú komst við hjartað í mér". Ókeypis.

 

Laugardagur 11. júlí

Kl. 11.00 - 12.30.
Sjóstangveiði og sigling frá Patreksfirði.
Iceland Sailing.
Siglt um Patreksfjörðinn með Sæljóma BA-59.
Verð. 2500 per mann og 1250 13-16 ára og frítt yngri en 12 ára.

Kl. 13.00 -16.00
Sumarmarkaður Vestfjarða í Pakkhúsið Patreksfirði.
Dagskrá fyrir yngstu kynslóðina og markaðstemmning.

Kl. 16.00-17.00.
Tónleikar í Skjalborgarbíó á Patreksfirði.
Minningarstund í tali og tónum til heiðurs Steingrími Sigfússyni tónskáld og rithöfundi frá Patreksfirði. Steingrímur (f. 1919 - d. 1976). var organisti í Patreksfjarðprestakalli í 25 ár. Aðgangseyrir: 1.000,-

Kl. 18.00

Sjávarfangs- sælkeraveisla í Smiðjunni í
Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði.
Sætapantanir í síma 845-1224 ( María).

kl. 20.00
Tónleikar í Sjóræningjahúsinu.
Bjargræðiskvartettinn skemmtir sér og öðrum með glensi og grini. Miðaverð 1.000 kr.

 

Sunnudagur 12. júlí

Kl. 14.00
Messað í Patreksfjarðarkirkju.
Tónlistarveisla í kirkjunni.
Prestur: Séra Leifur Ragnar Jónsson.
Flytjendur tónlistar eru: Gísli Magnason, Will Kwiatkowski, Anna Sigríður Helgadóttir og Aðalheiður Þorsteinsdóttir.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.