Á Patreksdegi.

Í dag höldum við Patreksfirðingar uppá Patreksdaginn, nokkuð sem við höfum gert í mörg ár.  Frá 12.-17.mars hafa verið  í gangi tilboð hjá ýmsum þjónustuaðilum í tilefni þessa  og í dag kl. 18:00 verður svo  skemmtun í Félagsheimilinu.  Dagskráin hljóðar uppá kórsöng, ljóðalestur og upplestur á erindi um Patreksdaginn.   Gestum verður  boðið uppá kaffi og konfekt á meðan þeir njóta dagskrárinnar.  Hér á svæðinu eru bæði Karlakórinn Vestri og Kvennakórinn Bjarkirnar sem syngja  í dag.  Já talandi um kórana, þá dettur mér sönglífið hér í hug og þá aðrir tónlistariðkendur.   Við eigum bráðefnilega unglinga hér á svæðinuSmile.  Eins og margir vita er hér rekin framhaldsdeild, hluti af Framhaldsskólanum á Snæfellsnesi í Grundarfirði og fyrir nokkru síðan unnu krakkar í hljómsveit  héðan samkeppni í Grundarfirði um þá sem verða fulltrúar skólans í Söngvakeppni framhaldsskóla, sem verður á Akureyri nú í vor.  Það skemmtilega er að lag og texti eru frumsamin af hljómsveitarmeðlimum.  Lagið eftir Magna Smárason annan gítarleikara bandsins  og textinn eftir söngkonuna Unu Hlín Sveinsdóttur. Svo ég nefni aðra í hljómsveitinni eru það Alex gítarleikari, Halldór Ernir á bassa og Sindri (systursonurHeart minn)á trommur.  Um þennan árangur krakkanna hef ég ekki séð stafkrók á fréttamiðlum hér og þykir miður, annað eins finnst mér  nú oft skrifað um.  Vonandi verður eitthvað fjallað um málið  þegar að söngvakeppninni sjálfri kemur.  

 

Aðeins að öðru.  Það er blessað bloggið og breytingarnar  á því.  Stundum finnst mér óþarfi að breyta því sem er í fínu  lagi með en það er greinilega eitthvað sem vakir fyrir Moggafólki.   Hvað það er, vitum við sem bloggum alls ekkert um.  Tilkynningar komu stundum hér áður og fyrr til okkar sem bloggum um hvað væri nýtt í gangi en svo er ekki í þetta sinn.  Nú er,  eins og nokkrir hafa bloggað um t.d  ekki lengur hægt að smella á flipann BLOGG á forsíðu mbl.is, heldur er kominn appelsínugulur kassi vinstra megin á forsíðu.   Sé maður staddur inná bloggsíðu er ekki hægt að smella beint á mbl.is eins og áður var.  Mér finnst eins og að rammi með  vísun í þessa tvo  bloggarar sem róteraðist  á forsíðunni hafi færst neðar. Já og bloggarar sem ekki eru áskrifendur geta ekki tengt blogg við fréttir og því sjá lesendur ekki skoðanaskipti sem mögulega hafa spunnist í kringum þær.  Það er greinilega verið að laga mikið til á mbl.is  og það er eitthvað sem bloggurum virðist bara ekki koma neitt við.  Síðastliðið haust hurfu margir af blogginu, hvort sem það var út af nafnabirtingu bloggara (ef þeir tengdu við fréttir mbl.is) og/eða ráðningu nýs ritstjóra.  Allavega fannst mér heimur bloggara á mbl.is varla verða  svipur hjá sjón í haust en svo virtist hafa ræst eitthvað úr,  enda er þetta mjög aðgengilegt kerfi og þægilegt, margir frábærir pennar að blogga.  Mér finnst bloggið oft áhugavert, fræðandi og skemmtilegt, vonandi laskast það ekki mikið við þessar miklu breytingar sem mér finnst ganga yfir þessa dagana.

Gott í bili og  njótið  Patreksdagsins Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband